Velkomin á vef MA stúdenta 1988

Home » 2013 » April

Monthly Archives: April 2013

Dagskrá dagana 14. og 15. júní

Nú hefur norðannefndin sent frá sér dagskrá dagana 14. og 15. júní -nánari upplýsingar undir síðu 25 ára stúdenta. Skráning er hafin hjá Valdísi og Rannveigu. 

Annir og appelsínur

Árið 1988 voru þættirnir „Annir og appelsínur” á dagskrá RUV en þar voru nokkrir framhaldsskólar heimsóttir. Hér er brot úr þættinum þegar Menntaskólinn á Akureyri var heimsóttur en þetta lag var frumflutt í þættinum. Lagið var tekið upp í nágrenni Akureyrar, nánar tiltekið í gamla síldabræðsluhúsi Kveldúlfs á Hjalteyri. Söngur: Svanur og Hildur Lofts. Lag og texti eftir Hallgrím Óskarsson.

Þessari heimasíðu er ætlað að miðla upplýsingum vegna 25 ára útskriftarafmælis MA stúdenta árið 1988 og jafnframt að miðla upplýsingum til annarra afmælisárganga sem fagna tímamótum á þessu herrans ári.

Til afmælisárganga teljast þeir sem eiga 1, 5, 10. 15, 20, 25, 30, 40, 50, 60 og 70 ára stúdentsafmæli árið 2013.