Velkomin á vef MA stúdenta 1988

Home » 2013 » May

Monthly Archives: May 2013

Miðapantanir

Nú hefur Bautinn opnað fyrir miðapantanir í Höllina og er tengill hér til vinstri inn á pöntunarsíðuna.

Fyrir þá sem sem ekki hafa aðgang að tölvu er hægt að panta miða símleiðis í síma 462-1818 en fólk er eindregið hvatt til að skrá sig rafrænt.

Ekki er hægt að greiða fyrir miðana inn á síðunni en miðar verða seldir og afhentir í anddyri Íþróttahallarinnar dagana 15. og 16. júní kl. 13-17.

Við hvetjum alla til að skrá sig sem fyrst -allra síðasti dagur skráningar er 13.júní 2013.

Fyrstir koma fyrstir fá – hugsanlega verður uppselt – slík er stemmningin:)

25 ára stúdentar -skráning í óvissuferð

Kæru skólasystkini
Nú er rétti tíminn til að skrá sig í hina ýmsu viðburði í kringum 25 ára stúdentsafmælið okkar:O)

Um er að ræða bekkjarpartý á föstudeginum 14. júní sem endar mögulega í einu allsherjar er líður á kvöldið. Óvissuferð á laugardeginum (hefst í Stefánslundi og lýkur á góðum stað seint um kvöld/nótt, allt eftir úthaldi). Síðast en ekki síst er svo kvöldið sem við öll bíðum eftir og sögur fara af hvað séu óviðjafnanlega skemmtileg, 16. júní í Höllinni.
Til að auðvelda allt skipulag viljum við biðja ykkur að skrá ykkur fyrir 1. júní í hvern og einn atburð hjá Rannveigu (rannveig@ma.is eða Valdísi (valdiseyjapals@gmail.com).  Athugið að þið þurfið samt að bóka ykkur sérstaklega hjá Bautanum á hátíðina 16. júní en allar upplýsingar um það eru á heimasíðunni okkar  ma88.org 

Svo endilega sendið póst og látið vita hvaða atburði þið ætlið að mæta á með nafni og bekk.
Til að borga fyrir óvissuferð, leggið þið inn kr. 7.500.  Reikningsnúmerið er 0302-13-198880, kt. 150868-5809,- og setjið nafn ykkar og bekk til skýringar.  Innifalið í verðinu er nesti yfir daginn og kvöldmatur ásamt mikilli gleði.


Með kærri kveðju
Rannveig og Valdís

Dimmitering nú og þá

 

Í dag dimmiteruðu tilvonandi nýstúdentar  frá MA. Það vekur upp gamlar og góðar minningar þegar við 25 ára stúdentar örkuðum um bæinn og kvöddum okkar kæru kennara og lékum á alls oddi  m.a. sem trúðar, fermingarbörn, ballettdansarar og glímukappar.

Til hamingju tilvonandi nýstúdentar og vonandi hefur dagurinn verið ykkur ógleymanlegur – líkt og hann var okkur fyrir 25 árum.

Af þessu tilefni verður lagið “I am singing in the rain” með sjálfum Gene Kelly lag vikunnar – þótti voða skemmtilegt í hópsöngnum þá!!

Sannspáir MA-ingar

Ljóst er að MA88 er sannspár árgangur.

Flestir töldu að íslenska lagið myndi hafna í 16.sæti – en lagið endaði í 17. sæti.

Athyglisvert er að sjá að flestir segjast enga skoðun hafa á keppninni en horfa samt á hana og hafa skoðun á hverju lagi…..það er að sjálfsögðu engin skoðun!!!

Flestir ætla ekki að láta úrslit Eurovision þetta árið hafa áhrif á stemmninguna 16.júní en ljóst er að einn einstaklingur treystir sér hreinlega ekki til að mæta þar sem hann er enn að jafna sig eftir úrslitin. Spurning hvort þessi aðili gefi sig fram til að hægt verði að veita honum eurovisioníska áfallahjálp.

Óskum Dönum til lukku með sigurinn en fja… voru þeir nískir á stigin til okkar að þessu sinni —ja oft er maðkur í mjöli!

Ný skoðanakönnun í gangi – svarið sem fyrst!

Nú er í gangi  skoðanakönnun vegna Eurovision-keppninnar.

1. Hver er skoðun þín á Eurovision?
Ég er einlægur aðdáandi keppninnar.
Ég er einlægur aðdáandi en þori ekki að viðurkenna það.
Ég hef enga skoðun á Eurovision en horfi á keppnina og hef skoðun á hverju lagi.
Ég þoli ekki Eurovision en þori ekki að segja frá því.
Ég þoli ekki Eurovision en horfi alltaf á keppnina.
Ég hata Eurovision og horfi aldrei á hana.
Ég elska að hata Eurovision.
Ég hata að elska Eurovion.
2. Í hvaða sæti hafnar Ísland á laugardaginn í lokakeppninni?
1. sæti
2. sæti
3. sæti
4. sæti
5. sæti
6. sæti
7. sæti
8. sæti
9. sæti
10. sæti
11. sæti
12. sæti
13. sæti
14. sæti
15. sæti
16. sæti
17. sæti
18. sæti
neðar en það (eiginlega ekki valkostur!)
3. Ég ætla að mæta á 16. júní jafnvel þó við vinnum ekki Eurovision.
 Já – að sjálfsögðu, við vinnum bara næst.
Nei – ég er enn að jafna mig.
Er að hugsa málið
Tengill hefur verið sendur á alla MA88 og verða niðurstöður birtar strax á sunnudag.
Eins og flestir vita þá höfum við í MA88 átt verðugan fulltrúa í þessari keppni, sjálfan Hallgrím Óskarsson.
Á vef rúv segir m.a. um Hallgrím:Einu sinni hefur lag eftir hann farið með sigur af hólmi, það var árið 2003 þegar Birgitta Haukdal flutti Segðu mér allt, sem síðar varð Open Your Heart í Eurovision keppninni í Riga í Lettlandi. Lagið hafnaði í 8. sæti sem er fimmti besti árangur Íslands. Frá 2003 hefur Hallgrímur reglulega átt lög í Söngvakeppninni. Árið 2006 söng Friðrik Ómar lagið Það sem verður og varð í 3. sæti. Ingó söng lagið Undir regnbogann árið 2009 og varð í 2. sæti á eftir Jóhönnu Guðrúnu og Hallgrímur átti líka lagið í 4.sæti það ár, eða lagið I Think the World of You í flutningi Jógvans Hansen. Hallgrímur átti svo lagið í 2. sæti árið 2011, Ég trúi á betra líf, sem Magni flutti. Ekki má svo gleyma því að lag hans, Lífið snýst varð næst stigahæst í keppninni í ár.

Lag vikunnar að þessu tilefni er að sjálfsögðu lag okkar manns -Lífið snýst sem flutt er af Svavari Knúti og Hreindísi Ylfu.

Við óskum Eyþóri Inga velfarnaðar á laugardaginn og segjum áfram Dalvík!

Gleðilega Eurovision kæru MA-ingar

Skráning í óvissuferðina hafin!

Dömur mínar og herrar (meine damen und herren).
Allt að verða klárt fyrir óvissuferðina, excel-skjalið klárt fyrir skráningar og búið að stofna sérstakan reikning til að leggja inná, endilega leggið inná kr. 7.500,- og setjið nafn ykkar í skýringar.
Reikningsnúmerið er 0302-13-198880, kt. 150868-5809
Auf wiedersehen!
Norðannefndin
Af þessu tilefni er lag vikunnar — Vegir liggja til allra átta!

Carmina 88

Þúsund þakkir til Ágústu sem fékk góðan mann til að skanna inn Carmínu.

Hér er hún í öllu sínu veldi!!

 Image