Velkomin á vef MA stúdenta 1988

Home » 2013 » May (Page 2)

Monthly Archives: May 2013

Hamingjuhittingur

 

Vekjum athygli á “Hamingjuhittingi” sunnan heiða föstudaginn 10.maí frá kl. 17-19 á Hilton Nordica. Fjölmennum og rifjum upp gömul og góð kynni yfir einum öl eða svo.

Hlökkum til að sjá alla – eða næstum því sem flesta!!

Sunnannefndin

 

Carmína á tölvutæku?

Nú hefur tekist að koma Carmínu88 á tölvutækt form með liðsinni hollvinar MA88, Óla Gneista sem er  bókasafnsfræðingur í Iðnskólanum í Hafnarfirði. Hann á forlátan rafbókaskanna og vinnur ötullega að því í frístundum að koma bókum sem komnar eru úr höfundarétti á rafrænt form.

Carmínu88 var rennt í gegnum skannann góða og nú situr Snorri í Ameríkunni og dundar sér við að koma gerseminni í notendavænt útlit. Fáum vonandi að sjá afraksturinn bráðlega.

Þökkum Óla Gneista fyrir aðstoðina og til gamans má vekja athygli á hans góða starfi og benda á vefinn http://rafbokavefur.is/ 

Afmælisárgangar fá bréf um hátíðina

Í dag hafa tengiliðir allra afmælisárganga fengið bréf varðandi 16.júní og hlökkum við til að heyra meira frá þeim. Ætlunin er að setja inn tengla inn á síður allra afmælisárganga og  kynda upp stemmninguna. Undir Afmælisárgangar hér að ofan má sjá bréfið góða.

Í tilefni dagsins fengum við stöllur okkur Verkalýðskaffi (með örlitlum sykri ) og örbylgjukringlu með osti og Þuran raulaði fyrir Gústuna: Fram allir verkamenn og fjöldinn snauði, því fáninn rauði okkar merki er…….lifi kommúnisminn og hinn rauði her!

Lifi kennarastéttin!!