Velkomin á vef MA stúdenta 1988

Home » Uncategorized » Veislustjórar kvöldsins kynntir til leiks

Veislustjórar kvöldsins kynntir til leiks

Veislustjórar kvöldsins verða þau Þuríður Óttarsdóttir og Þórgnýr Dýrfjörð. Þeir sem ekki þekkja til þeirra ættu að lesa eftirfarandi pistil samstúdents þeirra Þorgeirs Tryggvasonar:

Góði veislustjórinn og vondi veislustjórinn

Þórgnýr Dýrfjörð, siglfirska prúðmennið sem stýrir Akureyrarstofu, er annar tveggja sem ætlar að reyna að hafa stjórn á samdrykkju misprúðra júbílanta 16. júní. Það ætti ekki að vefjast fyrir honum, því á stofugangi hversdagsins þarf hann að halda prímadonnum í menningargeiranum góðum milli þess sem hann hefur ofanaf fyrir túristum sem velta með sjóriðu af skemmtiferðaskipum eða kútveltast niður Hlíðarfjall. Þegar heim er komið eru það svo frúin og börnin þrjú sem kalla á athygli hans. Gera má ráð fyrir að Þórgnýr verði Bastían bæjarfógeti í veislustjórateyminu. Hið milda og heimspekilega yfirvald sem vill að fólkið „lifi og leiki sér“.

Ef mýktin dugar ekki til að halda samkomunni norðan við siðsemismörk kemur til kasta kvenskörungsins Þuríðar Óttarsdóttur. Hún kann reyndar miklu fleiri en eitt lag, enda ljóðelsk og af hagyrðingum komin, og þau eiga öll – flest – við hér. Að öðru leyti mun hún ekki hika beita fyrir sig aðferðum Soffíu frænku við að aga veislugesti. Skiljið ljónin eftir í fatahenginu. Þuríður er fjögurra drengja móðir og sprenglærður skólastjórnandi sem vinnur við að halda hirðu og skikk í sjálfu höfuðvígi og vöggu íslenska pönksins – Kársnesskóla í Kópavogi, svo ykkur er sæmst að gera eins og hún segir, og það hratt.


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: