Velkomin á vef MA stúdenta 1988

Home » Bréf til afmælisárganga 2013

Bréf til afmælisárganga 2013

Kæri jubilant

Við óskum þér og samstúdentum þínum til hamingju með væntanlegt stúdentsafmæli í sumar.

Undirbúningsnefnd 25 ára stúdenta vill með þessu bréfi minna á MA hátíðina í Íþróttahöllinni á Akureyri þann 16. júní næstkomandi.

Til afmælisárganga teljast þeir sem eiga eins, fimm, tíu, fimmtán, tuttugu, tuttugu og fimm, þrjátíu, fjörutíu, fimmtíu, sextíu og sjötíu ára stúdentsafmæli.

Við vonum að árgangur þinn taki virkan þátt í að gera hátíðina minnisstæða og skemmtilega.

Dagskráin verður með hefðbundnu sniði og er það von okkar og vissa að kvöldið veki upp góðar minningar og verði ógleymanlegt.

Hefð hefur skapast fyrir því að afmælisárgangar komi með skemmtiatriði sem tekur 5-7 mínútur í flutningi og biðjum við ykkur að vera í sambandi varðandi ykkar framlag við veislustjórana Þórgný Dýrfjörð eða Þuríði Óttarsdóttur fyrir 1. júní með því að senda póst á mastudentar88@gmail.com

Ekki er beðið um ræður, þar sem hátíðarræða kvöldsins er í höndum 25 ára stúdenta.

Hátíðin mun hefjast með fordrykk í anddyri Íþróttahallarinnar um kl.18:00 og síðan verður þríréttað glæsilegt borðhald. Á dagskrá verður söngur, skemmtiatriði og að venju munu eins árs stúdentar fá gólfið um miðnætti til að kasta hvítu kollunum.

Dansað verður fram á nótt við undirleik hljómsveitarinnar “Í svörtum fötum” og Hermann Arason og Sælusveitin mun spila á efri hæð Hallarinnar.

Matseðill hátíðarinnar ásamt dagskrá og upplýsingum um miðakaup verða birt á heimasíðu okkar http://www.ma88.org

 

Við hlökkum til að sjá ykkur!

f.h. undirbúningsnefndar 25 ára stúdenta

Ágústa Björnsdóttir gms 660-1772 agusta@klettas.is

Sigrún Kristjánsdóttir gsm 864-4748 sigrun@kjoris.is

Þuríður Óttarsdóttir gsm 867-3483 thuridur@kopavogur.is


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: