Velkomin á vef MA stúdenta 1988

Home » Uncategorized (Page 3)

Category Archives: Uncategorized

Ný skoðanakönnun í gangi – svarið sem fyrst!

Nú er í gangi  skoðanakönnun vegna Eurovision-keppninnar.

1. Hver er skoðun þín á Eurovision?
Ég er einlægur aðdáandi keppninnar.
Ég er einlægur aðdáandi en þori ekki að viðurkenna það.
Ég hef enga skoðun á Eurovision en horfi á keppnina og hef skoðun á hverju lagi.
Ég þoli ekki Eurovision en þori ekki að segja frá því.
Ég þoli ekki Eurovision en horfi alltaf á keppnina.
Ég hata Eurovision og horfi aldrei á hana.
Ég elska að hata Eurovision.
Ég hata að elska Eurovion.
2. Í hvaða sæti hafnar Ísland á laugardaginn í lokakeppninni?
1. sæti
2. sæti
3. sæti
4. sæti
5. sæti
6. sæti
7. sæti
8. sæti
9. sæti
10. sæti
11. sæti
12. sæti
13. sæti
14. sæti
15. sæti
16. sæti
17. sæti
18. sæti
neðar en það (eiginlega ekki valkostur!)
3. Ég ætla að mæta á 16. júní jafnvel þó við vinnum ekki Eurovision.
 Já – að sjálfsögðu, við vinnum bara næst.
Nei – ég er enn að jafna mig.
Er að hugsa málið
Tengill hefur verið sendur á alla MA88 og verða niðurstöður birtar strax á sunnudag.
Eins og flestir vita þá höfum við í MA88 átt verðugan fulltrúa í þessari keppni, sjálfan Hallgrím Óskarsson.
Á vef rúv segir m.a. um Hallgrím:Einu sinni hefur lag eftir hann farið með sigur af hólmi, það var árið 2003 þegar Birgitta Haukdal flutti Segðu mér allt, sem síðar varð Open Your Heart í Eurovision keppninni í Riga í Lettlandi. Lagið hafnaði í 8. sæti sem er fimmti besti árangur Íslands. Frá 2003 hefur Hallgrímur reglulega átt lög í Söngvakeppninni. Árið 2006 söng Friðrik Ómar lagið Það sem verður og varð í 3. sæti. Ingó söng lagið Undir regnbogann árið 2009 og varð í 2. sæti á eftir Jóhönnu Guðrúnu og Hallgrímur átti líka lagið í 4.sæti það ár, eða lagið I Think the World of You í flutningi Jógvans Hansen. Hallgrímur átti svo lagið í 2. sæti árið 2011, Ég trúi á betra líf, sem Magni flutti. Ekki má svo gleyma því að lag hans, Lífið snýst varð næst stigahæst í keppninni í ár.

Lag vikunnar að þessu tilefni er að sjálfsögðu lag okkar manns -Lífið snýst sem flutt er af Svavari Knúti og Hreindísi Ylfu.

Við óskum Eyþóri Inga velfarnaðar á laugardaginn og segjum áfram Dalvík!

Gleðilega Eurovision kæru MA-ingar

Skráning í óvissuferðina hafin!

Dömur mínar og herrar (meine damen und herren).
Allt að verða klárt fyrir óvissuferðina, excel-skjalið klárt fyrir skráningar og búið að stofna sérstakan reikning til að leggja inná, endilega leggið inná kr. 7.500,- og setjið nafn ykkar í skýringar.
Reikningsnúmerið er 0302-13-198880, kt. 150868-5809
Auf wiedersehen!
Norðannefndin
Af þessu tilefni er lag vikunnar — Vegir liggja til allra átta!

Carmina 88

Þúsund þakkir til Ágústu sem fékk góðan mann til að skanna inn Carmínu.

Hér er hún í öllu sínu veldi!!

 Image

Hamingjuhittingur

 

Vekjum athygli á “Hamingjuhittingi” sunnan heiða föstudaginn 10.maí frá kl. 17-19 á Hilton Nordica. Fjölmennum og rifjum upp gömul og góð kynni yfir einum öl eða svo.

Hlökkum til að sjá alla – eða næstum því sem flesta!!

Sunnannefndin

 

Carmína á tölvutæku?

Nú hefur tekist að koma Carmínu88 á tölvutækt form með liðsinni hollvinar MA88, Óla Gneista sem er  bókasafnsfræðingur í Iðnskólanum í Hafnarfirði. Hann á forlátan rafbókaskanna og vinnur ötullega að því í frístundum að koma bókum sem komnar eru úr höfundarétti á rafrænt form.

Carmínu88 var rennt í gegnum skannann góða og nú situr Snorri í Ameríkunni og dundar sér við að koma gerseminni í notendavænt útlit. Fáum vonandi að sjá afraksturinn bráðlega.

Þökkum Óla Gneista fyrir aðstoðina og til gamans má vekja athygli á hans góða starfi og benda á vefinn http://rafbokavefur.is/ 

Afmælisárgangar fá bréf um hátíðina

Í dag hafa tengiliðir allra afmælisárganga fengið bréf varðandi 16.júní og hlökkum við til að heyra meira frá þeim. Ætlunin er að setja inn tengla inn á síður allra afmælisárganga og  kynda upp stemmninguna. Undir Afmælisárgangar hér að ofan má sjá bréfið góða.

Í tilefni dagsins fengum við stöllur okkur Verkalýðskaffi (með örlitlum sykri ) og örbylgjukringlu með osti og Þuran raulaði fyrir Gústuna: Fram allir verkamenn og fjöldinn snauði, því fáninn rauði okkar merki er…….lifi kommúnisminn og hinn rauði her!

Lifi kennarastéttin!!

 

 

Dagskrá dagana 14. og 15. júní

Nú hefur norðannefndin sent frá sér dagskrá dagana 14. og 15. júní -nánari upplýsingar undir síðu 25 ára stúdenta. Skráning er hafin hjá Valdísi og Rannveigu.